tisa: Ands#%"!#(**
fimmtudagur, mars 16, 2006
Ands#%"!#(**
Hjálp, ég er í sjálfheldu. Mér leiðist svo ógeðlega mikið. Ég er gjörsamlega að farast úr leiðindum. Samt nenni ég ekki að hringja í neinn eða finna mér eitthvað að gera. Ég nenni því ekki, það er vesen. Ég þyrfti þá að finna síma, tala við einhvern sem er sársaukafullt vegna hálsbólguog mögulega yfirgefa þægilega stellingu. Það er ömurlegt að vera ég. Ég vorkenni mér mikið.En góðar fréttir í lífi Tinnu.Ég fór í minn allra seinasta lífsleiknitíma á þessu ári, éghef aldrei verið jafn glöð. Þó að ég hafi tæknilega séð bara verið að mæta í tíma nr.3 í dag. Þetta er frábært þar sem lífsleikni er dauði. Þetta sem var léttasta og lærdómsminnsta fag allra tíma, stökkbreyttist í fjármála- og bókhaldstíma í framhaldsskóla. Oj.Ég ætlaði að eyða öllu kvöldinu á msn, en svo mundi ég að mér finnst eiginlega hungleiðinlegt á msn. Ætti kannski að endurnýja kynni mín við Sims.Maður myndi áætla að eins sorgleg manneskja og ég ætti að eignast kærasta en svo fór ég og gerði það og það hjálpaði ekkert. Hvar er hann þegar ég er að deyja? Hvergi nærri! Karlmenn eru ömurlegir. Ætlaði að gerast lesbía til að hefna mín en hann myndi örugglega bara fíla það.Ömurlegt. Deyið ógeðslegu karlmenn. Oj ykkur öllum. Sveiattan.Ég er ekkert bitur. Nei, nei.
Tinna - Leti er lífstíll
tisa at 21:28
5 comments